32-liða úrslitin í Valitor-bikar karla í knattspyrnu klárast í kvöld með fimm leikjum. Í Boganum tekur Þór á
móti Leikni frá Fáskrúðsfirði kl. 19:15. Heimamenn verða að teljast mun sigurstranglegri í kvöld, þar sem Þór leikur
í úrvalsdeild en Leiknir í 3. deild, auk þess sem norðanmenn hafa heimavöllinn. „Auðvitað ætlast menn til þess að við
vinnum í kvöld en það getur allt gerst í fótbolta,” segir Páll Viðar Gíslson þjálfari Þórs um leikinn í
kvöld.
Gamla kempan Izudin Daði Dervic er þjálfari hjá Leikni F. „Maður getur ekki sagt að það sé enginn möguleiki og
auðvitað eigum við sjens. Við förum í alla leiki til þess að vinna,” segir Daði Dervic, en nánar er rætt við
þá Pál og Daða Dervic í Vikudegi í dag.
Leikir kvöldsins í Valitor-bikar karla:
Höttur-Keflavík
Breiðablik-Völsungur
Þór-Leiknir F.
KV-Víkingur R.
FH-Fylkir