KA og Þór unnu bæði leiki sína í dag í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Þór vann Fylki 1-0 í Egilshöllinni þar sem Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði eina mark leiksins fyrir norðanmenn. KA lagði ÍR, 2-0, í Boganum í dag þar sem þeir Jóhann Helgason og Gunnar Valur Gunnarsson skoruðu sitt marki hvor. Að tveimur umferðum loknum er KA í fjórða sæti riðils 2 í A-deild með þrjú stig en Þór trónir á toppi riðils 3 með sex stig.