Þór og Fylkir skildu jöfn
Þór og Fylkir skildu jöfn, 2-2, er liðin mættust í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gærkvöld á Þórsvelli. Chukwudi Chijindu og Mark Tubæk skoruðu mörk Þórs í leiknum en þeir Viðar Örn Kjartanson og Finnur Ólafsson skoruðu mörk Fylkis. Að sextán umferðum loknum er Þór þremur stigum frá fallsæti með með 15 stig í níunda sæti. Fylkir er sæti ofar með 17 stig. Næsti leikur Þórs er gegn Val á útivelli á sunnudaginn kemur og hefst leikurinn á Vodafonevellinum kl. 17:00.