Þór mætir Fylki
Þór og Víkingur Ó. skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust í Ólafsvík sl. sunnudag í nýliðauppgjöri Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Víkingur komst yfir með marki frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni snemma leiks en Mark Tubæk jafnaði fyrir Þór þegar skammt var liðið á síðari hálfleikinn. Áður hafði Þór tapaði gegn KR á heimavelli, 1-3. Eftir fimmtán umferðir er Þór í níunda sæti deildarinnar með 14 stig. Næsti leikur Þórs er á mánudagskvöldið kemur þar sem liðið tekur á móti Fylki kl. 18:00. Fylkir situr í áttundu sæti deildarinnar með 16 stig og því mikilvæg þrjú stig í boði fyrir bæði lið í baráttunni í neðri hluta deildarinnar.