Þórsarar eru Íslandsmeistarar í 9. flokki karla í körfubolta eftir 64-46 sigur á Stjörnunni í gær sunnudag.
Þór hafði nokkra yfirburði mest allan leikinn og höfðu 13 stiga forskot í hálfleik 36-23. Stjörnumenn náðu þó að hleypa mikilli spennu í leikinn í þriðja leikhluta en Þórsliðið kláraði leikinn í fjórða leikhluta og sigruðu með 18 stiga mun 64-46.
Stigahæstur Þórs og jafnframt maður leiksins var Júlíus Orri Ágústsson með 19 stig 8 fráköst og 9 stoðsendingar.
Hjá Stjörnunni var Dúi Þór Jónsson stigahæstur með 17 stig.
Þetta er annað árið í röð sem Þór verður Íslandsmeistari en liðið sigraði einmitt Stjörnuna í úrslitum í 8. flokki.