Þór í öðru sæti á Íslandsmótinu í 4. flokki

Úrslitakeppnin á Íslandsmótinu í knattspyrnu hjá 4. flokki karla fór fram um helgina á Þórsvellinum. Þau lið sem kepptu til úrslita voru að auki heimanna í Þór, Hruni, Víðir og UMFL. Lið Hruna stóð uppi sem sigurvegari, Þórsarar lentu í öðru sæti á mótinu og Víðir hafnaði í þriðja sæti.

,,Strákarnir geta verið stoltir af árangrinum sem þeir hafa náð í sumar og það erum við þjálfararnir líka,” sagði Dragan Stojanovic þjálfari Þórs við vefsíðu félagsins eftir mótið.

Nýjast