Þór fékk heimaleik gegn ÍBV í bikarnum

Þórsarar fengu heimaleik gegn ÍBV er dregið var í undanúrslit Valitor-bikar í karla í dag. Í hinni viðureigninni mætast BÍ/Bolungarvík og KR fyrir vestan. Einnig var dregið í kvennaflokki og þar mætast Afturelding og Valur annars vegar og Fylkir og KR hins vegar. Í karlaflokki fara undanúrslitin fram fimmtudaginn 28. júlí og úrslitaleikurinn verður á Laugardalsvelli þann 13. ágúst. Í kvennaflokki verða undanúrslitaleikirnir spilaðir föstudaginn 22. júlí og úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli laugardaginn 20. ágúst.

Nýjast