Þór fékk heimaleik gegn Grindavík í bikarnum

Þórsarar fengu heimaleik gegn Grindavík er dregið var í 8-liða úrslit Valitor-bikar karla og kvenna í knattspyrnu í hádeginu. Það verður því úrvalsdeildarslagur á Þórsvelli en leikið verður í 8-liða úrslitum dagana 2. og 3. júlí. Aðrar rimmur í karlaflokki eru þannig að Fjölnir tekur á móti ÍBV, Þróttur sækir annað hvort BÍ/Bolungarvarvík eða Breiðablik heim og Keflavík mun sækja sigurvegarana úr rimmu KR og FH heim, en það skýrist annað kvöld þegar lokaleikir í 16-liða úrslitum fara fram. 

Nýjast