Þór fær mest norðanliða vegna EM
KSÍ greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna
Á ársþingi KSÍ sem fram fór 13. febrúar sl. var tilkynnt að 300 m. kr. yrði úthlutað á árinu til aðildarfélaga KSÍ sem sérstakt EM framlag eða um 25% af greiðslunni frá UEFA. Í samræmi við auknar greiðslur UEFA til KSÍ vegna EM hefur stjórn KSÍ ákveðið að hækka framlagið til aðildarfélaga sambandsins í 453 m. kr. sem er um 25% af heildargreiðslu UEFA. Stjórn KSÍ hefur einnig ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga.
Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl. 3 ár, 2014, 2015 og 2016 eða yfir það tímabil sem Evrópumótið í knattspyrnu náði yfir. Félögum er síðan skipt upp í þrjá flokka. Í fyrsta flokki eru 17 félög sem bestum árangri hafa náð í deildarkeppninni, í öðrum flokki 30 félögum sem þar koma á eftir og síðan er þriðji flokkurinn félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi.
Félögin í fyrsta flokki fá 181 m. kr. til skipta, félögin í öðrum flokki 140 m. kr. og félögin í þriðja flokki 2,8 m. kr. Félögin í fyrsta og öðrum flokki fá einnig 1 m. kr. skilyrt framlag vegna þátttöku í sérstöku unglingaþjálfaranámskeiði KSÍ (UEFA elite youth).
Að lokum er úthlutað 82 m. kr. til félaga í efstu tveimur deildum karla 2016 og efstu deild kvenna 2016 vegna markaðsáhrifa Evrópumótsins. Félög í Pepsi-deild karla fá 4 m. kr., félög í Inkasso-deild karla 2 m. kr. og félög í Pepsi-deild kvenna 1 m. kr. Fjármunum sem nú er veitt til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Framlagið verður greitt til aðildarfélaga í tvennu lagi.
Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta aðildarfélögin verulegu máli. Stjórn KSÍ væntir þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma.
Félag |
Upphæð |
Fjölnir |
15.459.000 |
Fylkir |
18.202.000 |
KR |
17.621.000 |
Valur |
18.202.000 |
Víkingur R |
14.587.000 |
Breiðablik |
18.202.000 |
FH |
17.621.000 |
Stjarnan |
18.202.000 |
ÍBV |
18.202.000 |
ÍA |
17.040.000 |
Keflavík |
12.878.000 |
Víkingur Ó. |
14.297.000 |
Þróttur R |
14.878.000 |
Fram |
12.297.000 |
Leiknir R |
10.554.000 |
Selfoss |
14.459.000 |
Þór |
12.797.000 |
Haukar |
10.551.000 |
HK |
9.796.000 |
Grindavík |
10.551.000 |
KA |
11.051.000 |
Fjarðabyggð |
9.695.000 |
Vestri |
7.293.000 |
Huginn |
8.034.000 |
Grótta |
6.538.000 |
Leiknir F |
7.682.000 |
ÍR |
6.789.000 |
Afturelding |
8.048.000 |
Njarðvík |
5.531.000 |
Ægir |
5.531.000 |
KF |
5.531.000 |
Sindri |
7.041.000 |
Tindastóll |
7.041.000 |
Völsungur |
6.538.000 |
Höttur |
6.185.000 |
Dalvík/Reynir |
5.027.000 |
Magni |
4.524.000 |
Reynir S |
4.524.000 |
Víðir |
4.020.000 |
KFR |
4.020.000 |
Einherji |
5.027.000 |
Þróttur V |
3.014.000 |
Álftanes |
4.524.000 |
Hamar |
3.014.000 |
Skallagrímur |
2.510.000 |
Snæfell |
2.510.000 |
Kormákur/Hvöt |
2.510.000 |