Þór fær Keflavík í heimsókn í kvöld

Tveir leikir fara fram í elleftu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Á Þórsvelli tekur Þór á móti Keflavík en á Víkingsvelli er botnslagur þar sem tvö neðstu lið deildarinnar eigast við, Víkingur R. og Fram. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Sex stig skilja Þór og Keflavík að fyrir leikinn í kvöld, Þór hefur átta stig í tíunda sæti en Keflavík 14 stig í áttunda sæti. Þórsarar hafa verið á niðurleið eftir ágætis gengi í júní en Keflavík hefur unnið tvo deildarleiki í röð.

Nýjast