Þór fær HK í heimsókn í kvöld og KA sækir Aftureldingu heim þegar fimmta umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hefst. Þórsurum hefur ekki gengið sem skyldi í deildinni til þessa. Eftir góða byrjun gegn ÍA, sem Þór vann 3-0, komu þrír tapleikir í röð. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, er hvergi banginn fyrir leiknum í kvöld og býst við fjörugum leik.
“Stemmningin í hópnum er góð. Leikurinn leggst vel í mig og þetta verður örugglega skemmtilegur leikur. HK er með mjög gott lið. Ég er búin að sjá tvo leiki með þeim og þeir eru með sterkasta liðið í deildinni af því sem ég hef séð hingað til. Það verður mjög gaman að glíma við þá og við erum hvergi smeykir," sagði Lárus Orri.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og er leikið á Akureyrarvelli.
Leikur KA og Aftureldingar fer fram á Varmárvelli og hefst sá leikur kl. 20:00.