Þór ætlar að styrkja leikmannahópinn

Knattspyrnulið Þórs ætlar að freista þess að styrkja leikmannahópinn þegar leikmannaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí. Samkvæmt heimildum Vikudags eru Þórsarar einna helst að leita að framherja en liðið hefur aðeins skorað níu mörk í tíu leikjum.

Þórsarar gætu einnig þurft að krækja í miðjumann, fari svo að Gunnar Már Guðmundsson fari frá liðinu en hann er sem kunnugt er lánsmaður frá FH. Því gætu Hafnfirðingar kallað Gunnar til baka lendi FH í meiðslavandræðum á meðan leikmannaglugginnn er opinn.

Þór mun vera að horfa jafnt erlendis sem á íslenska markaðinn að leikmönnum. Liðið er sem stendur í níunda sæti deildarinnar með átta stig. Eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð í Pepsi-deildinni getur Þór mögulega verið komið niður í fallsæti þegar tíunda umferðin klárast í vikunni. 

Nýjast