ÞJÓÐLISTAHÁTÍÐIN VAKA - ERFÐIR TIL FRAMTÍÐAR
Í dag, 15. júní, hefst á Akureyri þjóðlega listahátíðin Vaka þar sem boðið verður upp á alls kyns alþýðulist af besta tagi: Tónlist, söng og kveðskap, dans og handíðir frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Lapplandi, Englandi, Skotlandi og Írlandi. Hátíðin stendur í fjóra daga þar sem verður spilað, sungið og dansað frá morgni fram á rauða nótt.
Íslenskur kveðskapur, tvísöngvar, yfirtónasöngvar og joik - fjörug dagnslög, þjóðlög, þulur og barnagælur.
Á Vöku er stefnt að því að bjóða upp á eitthvað fyrir alla. Boðið er uppá á forvitnileg námskeið og tónleikar eru víða um bæinn. Auk þess er hægt að taka þátt í samspilsstundum með listamönnum Vöku í hádeginu fimmtudaginn 16. júní á Amtsbókasafninu, föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní á 1862 Nordic Bistro í Hofi. Þangað eru allir velkomnir til að spila og syngja yfir góðum hádegisverði. Dagskrána í heild sinni er hægt að skoða bæði á íslensku og ensku á heimasíðu hátíðarinnar thjodlist.is/vakais þar sem einnig má nálgast upplýsingar um miðaverð og kaupa miða. Bæjarbúar og gestir þeirra eru hvattir til að kynna sér dagskrána.