Hluti af verkefninu 20/20 Sóknaráætlun fyrir Ísland er gerð sóknaráætlunar fyrir hvern landshluta. Markmiðið er að draga fram styrkleika og sóknarfæri hvers svæðis og gera tillögur og áætlanir á grunni þeirra. Skipulagðir eru "þjóðfundir" í hverjum landshluta á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem að mörgu leyti svipar til þjóðfundar Mauraþúfunnar sem haldin var í Laugardalshöllinni. Þangað er boðið fulltrúum hinna ýmsu hagsmunaaðila ásamt jafnstórum hópi íbúa svæðisins (50 - 90 manns) sem valdir eru með slembiúrtaki. Þjóðfundir hafa þegar verið haldnir í þremur landshlutum.
Dagskrá fundarins í VMA á morgun er þessi:
09:30 Skráning og móttaka þátttakenda
09:45 Þátttakendur fara á borð sín og stutt kynning við borðin
10:00 Setning fundar og opnunarávarp
10:20 Staða svæðisins kynnt
10:40 Kynning á aðferðafræði VRIO plús
11:00 Stutt myndband til að kveikja hugmyndir
11:10 Þátttakendur ræða athyglisverð atriði úr kynningum og greina frá væntingum sínum til fundarins
11:30 Söfnun „sérstöðu-hugmynda"
12:00 Matarhlé
12:45 VRIO plús greining á „sérstöðu-hugmyndum"
13:45 Útfærsla 4-5 bestu hugmynda varðandi, notendur sérstöðu, form og leiðir til að viðhalda sérstöðu.
15:00 Kaffihlé
15:10 Kynningar á niðurstöðum borða
17:00 Dagskrá lokið og þátttakendur setja hugmyndir/tillögur í hugmyndabanka