Þingeyingar lagðir í einelti?

Frá Húsavík. Mynd: Hörður Geirsson.
Frá Húsavík. Mynd: Hörður Geirsson.

„Það er engu líkara en að við Þingeyingar séu lagðir í einelti "segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar-stéttarfélags um þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að synja beiðni Huang Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Fréttavefurinn 641.is, vefur Hermanns bónda í Lyngbrekku, ræddi við Aðalstein fyrr í dag. Ráðherra skýrði frá ákvörðun sinni á ríkisstjórnarfundi sem lauk um hádegi.

Aðalsteinn segir að Þingeyingar hafi beðið eftir ákvörðun innanríkisráðherra með eftirvæntingu, „því ljóst þótti að með þessari fjárfestingu Nubo myndu skapast mikil tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu og mörg störf við uppbyggingu á risahótelinu á Grímsstöðum", segir Aðalsteinn. Það er allt upp í loft varðandi gerð Vaðlaheiðarganga, ekkert er fast í hendi varðandi uppbyggingu á orkufrekum iðnaði á Bakka við Húsavík og nú síðast komu áform um kolefnisgjald mönnum í opan skjöldu.
"Það mætti halda að ráðamenn vildu að Þingeyjarsýslur yrðu gerðar að þjóðgarði þar sem ekkert mætti gera að neinu tagi", sagði Aðalsteinn við tíðindamann 641.is í dag.

Nýjast