Sýningin Þetta vilja börnin sjá mun standa yfir á Amtsbókasafninu 2. til 25. ágúst. Um er að ræða farandsýningu frá Borgarbókasafni, Menningarhúsinu Gerðubergi. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum en markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga. Sýning þessi hefur verið haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík síðan árið 2002.
Myndir sýnenda eru eins fjölbreyttar og þær eru margar og gefur að líta verk bæði gamalreyndra teiknara sem fyrir löngu eru vel þekktir í heimi íslenskra barnabókmennta, sem og glæný verk myndhöfunda sem nú sýna í fyrsta sinn.
Myndskreytarar:
Anna Cynthia Leplar • Áslaug Jónsdóttir • Bergrún Íris Sævarsdóttir • Birgitta Sif • Björk Bjarkadóttir • Bojan Radovanovic • Brian Pilkington • Chris Aryanto • Denisa Negrea • Elsa Nielsen • Erla María Árnadóttir • Eva Þengilsdóttir • Eva Sólveig Þrastardóttir • Freydís Kristjánsdóttir • Högni Sigurþórsson • Kamil Jactek • Konráð Sigurðsson • Lára Garðarsdóttir • Linda Ólafsdóttir • Lína Rut • Michael D. Perez • Ósk Laufdal • Rán Flygenring • Rio Burton • Sigrún Eldjárn •Vladimiro Rikowski • Þorbjörg Helga Ólafsdóttir • Þórir Karl Celin