Þetta er leikur sem við eigum að vinna
KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik í N1-deild kvenna í handbolta á tímabilinu í dag er liðið fær FH í heimsókn í KA-heimilið kl. 16:00. Báðum liðum er spáð baráttu á botninum í vetur en líkt og KA/Þór hefur FH á að skipa að mestu ungu liði í bland við reynslu meiri leikmenn. Mér líst svakalega vel á þennan leik og við ætlum að troðfylla KA-heimilið og reyna fá góðan stuðning. Við eigum fullan sjens í þetta lið, segir Ásdís Sigurðardóttir, ein af reynsluboltunum í liði KA/Þórs.
FH er með nokkuð nýtt lið og hefur verið að fá leikmenn annarsstaðar frá. Þetta er klárlega leikur sem við eigum að vinna og það má alveg tala um skyldusigur, segir Ásdís. Frítt er á leikinn í dag.