„Þetta er algjör tímaskekkja“

Íbúar á Oddeyri og hagsmunaaðilar eru ósáttir við nýjar skipulagshugmyndir Akureyrarbæjar á Hvannavallareitnum. Í skipulagsdrögum er gert ráð fyrir skrifstofu og atvinnuhúsnæði í framhaldi af Glerárgötu 36 en langstærsti hluti svæðisins verður nýttur undir verslunarskemmu og bílastæði.
Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Norðurlands og Ólafur Jensson hjá Jensson hönnunarhúsi, hafa sett fram tillögur fyrir hönd Áhugafólks um skipulagsmál á Akureyri. Tillagan er til móts við þær hugmyndir sem Akureyrarbær leggur til.
Arnar bendir á að með áætluðu skipulagi Akureyrarbæjar mun umhverfið taka á sig þá mynd sem við þekkjum frá svæðum eins og Skeifunni í Reykjavík, sem almennt er skilgreint sem eyðileggjandi umhverfi fyrir sjálfbæra byggð og blómlegt mannlíf.
Nánar er fjallað um málið og rætt við Arnar Birgi í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 12. maí