11.desember - 18.desember - Tbl 50
Þemadagar um jafnrétti í Glerárskóla
Hefðbundið skólastarf var brotið upp í Glerárskóla á þemadögum á dögunum þar sem allir nemendur skólans veltu fyrir sér jafnrétti í sinni víðtækustu mynd. Nemendur unnu fjölmörg verkefni saman undir leiðsögn kennara sinna sem ætlað var að auka og dýpka skilning þeirra jafnréttisbaráttu. Fengu nemendur fræðslu og sökktu sér niður mál sem oft þóttu flókin en leiddu af sér skilgreiningar og úrlausnir sem dýpkuðu skilning þeirra jafnréttisbaráttunni.
Nemendur á miðstigi fylktu m.a. liði og fóru í hamingjugöngu frá skólanum niður í miðbæ með borða og veifur til að minna alla á mikilvægi þess að sofna ekki á verðinum heldur stuðla að sem mestu jafnrétti fyrir alla. Verkefnið er hluti að Erasmus-verkefni sem Glerárskóli vinnur með grunnskólum á Englandi, Póllandi, Tyrklandi og á Spáni.
Meðfylgjandi mynd tóku tveir nemendur í níunda bekk, þeir Kristinn Viðar Tómasson og Grímur Freyr Hafrúnarson.