Þekkir þú manninn á myndinni?

Lög­regl­an á Norður­landi eystra leit­ar enn karl­manns sem framdi vopnað rán í versl­un Sam­kaupa/​Strax á Ak­ur­eyri rétt eft­ir klukk­an átta í gær­morg­un. Maður­inn ógnaði starfs­manni versl­un­ar­inn­ar með hnífi og hafði á brott með sér pen­inga.

Að sögn lög­regl­unn­ar hafa vísbendingar borist en þær hafa enn sem komið er ekki leitt  til hand­töku manns­ins. Maður­inn er tal­inn vera í kring­um þrítugt, um 180 sm á hæð og dökk­hærður. Hann var klædd­ur í bláa hettupeysu og íþrótta­bux­ur þegar ránið var framið.

Þeir sem hafa upp­lýs­ing­ar sem varða málið eru beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 444-2800, í gegn­um net­fangið nor­d­ur­land.eystra@log­regl­an.is eða Face­book-síðu lög­regl­unn­ar.

Eftirlýstur

Nýjast