Þegar Ragna í Skálabrekku og Jóhanna í Grafarbakka urðu jafnar að stigum

Olgeir Sigurgeirsson og Ragnheiður Jónasdóttir, foreldrar knattspyrnu- og skíðakappanna Kristjáns og…
Olgeir Sigurgeirsson og Ragnheiður Jónasdóttir, foreldrar knattspyrnu- og skíðakappanna Kristjáns og Björns. Og mun fleiri sona reyndar.

Þetta mun hafa verið sumarið 1980. Knattspyrnuhetjurnar húsvísku, Kristján Olgeirsson og Helgi Helgason léku þá ekki með Völsungi heldur með liðum í efstu deild, Helgi með Víkingi og Kristján (Beggi í Skálabrekku) með Skagamönnum. Skagamenn voru með forystu í deildinni þegar þessi lið mættust. Víkingar unnu þann leik og voru þar með jafnir ÍA að stigum á toppi deildarinnar.

Þegar Jóhanna í Grafarbakka, móðir Helga, frétti af úrslitunum, varð henni að orði: “Jæja, þá erum við Ragna í Skálabrekku loksins orðnar jafnar!” En Ragna var móðir Kristjáns. JS


Athugasemdir

Nýjast