„Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin stundum næst“

Brynjar Davíðsson kemur hér með góðar uppskriftir sem tilvalið er að prófa um Páskana.
Brynjar Davíðsson kemur hér með góðar uppskriftir sem tilvalið er að prófa um Páskana.

„Það var mikið gleðiefni þegar Hjalti vinur minn, höfum reyndar þekkst í skamman tíma, skoraði á mig í þetta ágæta matarhorn. Hann hefur væntanlega gert það að áeggjan Siguróla sem ég er búin að þekkja af góðu einu mun lengur,“ segir Brynjar Davíðsson sem tók áskorun frá Hjalta Þór Hreinssyni og sér um matarhornið þessa vikuna. „Það gleður mig mjög að þeir hafi getað skemmt sér yfir þessum gjörningi. Siguróli skuldar mér einmitt matarboð og ég geri kröfu á að Hjalti verði þar líka. Sjálfur er ég ekki mikið í tilraunamennsku í eldhúsinu, þessi eina önn sem ég tók á matvælabraut í VMA virðist löngu gleymd. Ekki eru matreiðslubækur ofarlega í staflanum á náttborðinu mínu eins og hjá þeim kumpánum og liðsfélögum mínum í El Clasico boltanum. Er þó mikill aðdáandi Matreiðslubókar Friðriks Dórs, en líklega best að segja ekki mikið frá því hér. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin stundum næst og þó engar séu bækurnar þá er gagnaöflun nokkuð einföld. Ég ætla nú samt að reyna vinna með þrjá rétti í þessari grein. Lambalæri er einfalt og erfitt að klúðra því nema með nokkuri lagni. Hamborgarar eru klassískir á grillið og nú þegar vora tekur er það alveg tilvalið. Svo er líka þessi fína döðluterta í boði sem sjaldan klikkar. Nema þú borðir ekki döðlur,eins og tilfellið er reyndar með mig,“ segir Brynjar.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast