“The Explorers Festival” haldið á Húsavík

Í Könnunarsögusafninu á Húsavík.  Hér sést m.a. stakkurinn sem Vilborg Arna klæddist á leið sinni á …
Í Könnunarsögusafninu á Húsavík. Hér sést m.a. stakkurinn sem Vilborg Arna klæddist á leið sinni á pólinn og líkan af skipinu Pourquoi Pas? Mynd: Heiðar Kristjánsson.

The Explorers Festival, hátíð könnuðanna, verður haldin á vegum Könnunarsögusafnsins á Húsavík í næstu viku, dagana 20. til 23. október. Hátíðin samanstendur af fyrirlestrum könnuða úr öllum heimshornum, listsýningum sem tengjast efninu m.a. með verkum Erro og víkingamyndum listamannsins Arturas Slapsys frá Litháen, tónleikum, kvikmyndasýningu og smærri atburðum.

NASA geimfarinn Scott Parazynski, sem á að baki 5 geimferðir og hefur 7 sinnum farið í geimgöngu, mun flytja aðalfyrirlesturinn á hátíðinni. Hann er eini geimfari sögunnar sem hefur klifið á tind Everest og hefur einnig lagt stund á köfun í heimshöfunum. Aðrir þekktir  erlendir könnuður og fræðimenn munu einnig vera með fyrirlestra á hátíðinni, m.a. Mike Dunn, og að auki Íslendingarnir Ari Trausti Guðmundsson og Vilborg  Arna Gissurardóttir.

Fimmtudaginn 20. október kl. 20.00 verður kvikmyndin Kon-Tiki sýnd í Húsavíkurbíói í tengslum við hátíðina. Myndin hlaut tilnefningu sem besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2013. Aðgangur er ókeypis og verður 10. bekkur Borgarhólsskóla með sjoppu á staðnum til fjáröflunar fyrir útskriftarferð sína.

Í hátíðarlok verður tilkynnt um þá sem hlotið hafa „Könnunarverðlaun Leifs Eríkssonar.“ Könnunarsögusafnið veitti þessa viðurkenningu í fyrsta sinn í fyrra og þau hlutu þá tunglfarinn  Harrison Schmitt, siglingakonan Jessica Watson og sagnfræðingurinn Dr. Huw Lewis-Jones, sem einmitt verður með fyrirlestur á hátíðinni. JS

Nýjast