"Það eru allar dyr opnar"

Jón Ágúst Eyjólfsson horfir fram á veginn. Mynd: epe
Jón Ágúst Eyjólfsson horfir fram á veginn. Mynd: epe

Jón Ágúst Eyjólfsson 26 ára, er Akureyringur í húð og hár, hann er kominn heim aftur eftir langa dvöl í Grindavík og spilar körfubolta með meistaraflokki Þórs sem vann 1. deild karla í vetur. Hann þjálfar einnig yngri flokka og er í fullu námi við Háskólann á Akureyri. Vikudagur tók hann tali yfir kaffibolla í vikunnni og ræddi við hann um körfuboltann, eineltið sem hann varð fyrir upp í gegnum allan grunnskólann og ástina sem hann fann á Tinder.

Jón Ágúst er stæltur og hraustur ungur maður og virðist geisla af sjálfsöryggi, en það hefur ekki alltaf verið svo. Hann þurfti að þola langvarandi einelti alla grunnskólagöngu sína. „Þetta var þegar ég var í Grindavík. Þegar ég var yngri þá leit ég reyndar aldrei á þetta sem einelti en eftir því sem ég varð eldri þá áttaði ég mig alltaf betur og betur á því hvað þetta var alvarlegt,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta var þannig að ég var mikið einn, - þetta týpíska að ég var skilinn út undan og var tekinn fyrir. Ég get tekið dæmi úr körfunni; þegar ég kom inn í klefa þá var oft búið að setja fötin mín í sturtuna og kveikja á henni. Það heyrði til undantekninga ef skórnir mínir fengu að vera í friði og svona mætti áfram telja.

– epe.

Ítarlegt viðtal við Jón Ágúst má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 28. júlí

Nýjast