„Það er eitthvað svo heimilislegt við að hafa kveikt á fótbolta“

Fótbolti skipar veigamikinn sess í lífi Dags, hann segist þó hafa lært það með aldrinum að það séu m…
Fótbolti skipar veigamikinn sess í lífi Dags, hann segist þó hafa lært það með aldrinum að það séu mikilvægari hlutir í lífinu, eins og fjölskyldan. /Myndin er úr einkasafni Dags.

Dagur Sveinn Dagbjartsson er gamall varnarjaxl úr fótboltanum. Hann sleit barnskónum á Húsavík og lék knattspyrnu með Völsungi. Hann þótti afar góður varnarmaður og lék með yngri landsliðum Íslands. Þrálát hnémeiðsli settu þó strik í reikninginn og hæfileikar Dags fengu kannski aldrei að njóta sín til fulls inni á knattspyrnuvellinum. 

Dagur hefur starfað hjá KSÍ síðan í byrjun árs 2008, áður var hann íþróttablaðamaður, fyrst hjá Fréttablaðinu svo hjá DV. Í dag er hann umsjónarmaður þjálfaramenntunar hjá KSÍ, og er sömuleiðis það sem kallast grasrótarstjóri sambandsins. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum sem til falla innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Undanfarin þrjú ár hefur hann m.a. séð um tækni og Vídeóvinnslu A- landsliðs karla. 

Skarpur sló á þráðinn til Dags og ræddi við hann um starfið, lífið og Evrópumótið í knattspyrnu karla sem er að hefjast í Frakklandi. Afraksturinn er ítarlegt og skemmtilegt opnuviðtal sem birtist í prentútgáfu Skarps sem kemur út í dag.

- Skarpur, 9. júní.

Nýjast