Telur íþróttafélög greiða of háa leigu fyrir skólahúsnæði

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var rætt um leigu á skólahúsnæði til íþróttafélaga í bænum vegna íþróttamóta. Í bókun Jóhannesar G. Bjarnason bæjarfulltrúa Framsóknarflokks kemur fram að hann telji að íþróttafélögin greiði of háa leigu fyrir afnot af skólamannvirkjum fyrir gistingu þátttakenda á íþróttamótum.    

Jóhannes óskaði eftir endurskoðun á leigugjaldskrá hjá þeim nefndum sem með málið fara. Nánar er fjallað um málið í Vikudegi í dag og rætt við Jóhannes.

Nýjast