Jón Torfi segir fleiri sýni tekin nú vegan kórónuveirunnar en í vor, en um 100 sýni eru tekin að meðaltali á degi hverjum. Engin ástæða sé til að telja að það séu dulin smit á Akureyri miðað við fjölda sýna, en eftir síðustu helgi sé rík ástæða til að vera á varðbergi. Mikill ferðamannastraumur í bænum hafi ekki farið framhjá neinum og örugglega hafi líka verið töluvert um það að Akureyringar væru á faraldsfæti.
Tvö kórónuveirusmit greindust á Norðurlandi eystra í dag og eru alls fimm í einangrun og 28 í sóttkví.