Telma hættir í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps

Svalbarðseyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Svalbarðseyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps var lagt fram bréf frá Telmu Brim Þorleifsdóttur þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn. Telma hefur flutt búferlum úr sveitarfélaginu og hverfur því úr sveitarstjórn. Sandra Einarsdóttir, 1. varamaður, tekur sæti hennar í sveitarstjórn.

Telma átti einnig sæti í skólanefnd og því þurfti jafnframt að skipa nýjan fulltrúa í nefndina í hennar stað og nýjan varamann. Sveitarstjórn samþykkti að fyrsti varamaður, Elísabet Ásgrímsdóttir, taki sæti sem aðalmaður í skólanefnd og varamannalisti færist upp. Skipun nýs varamanns var vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Nýjast