Telja að mistök flugstjóra hafi valdið slysinu

/Mynd úr safni
/Mynd úr safni

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa hef­ur gefið út loka­skýrslu vegna flug­slyss TF-MYX við Hlíðarfjalls­veg á Ak­ur­eyri þann 5. ág­úst 2013. Flug­vél­in var af gerðinni Beech King Air B200 og var notuð til sjúkra­flugs. Það er mbl.is sem segir frá þessu

Flug­vél­in var á leið frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar eft­ir sjúkra­flug frá Hornafirði til Reykja­vík­ur þegar hún hrapaði á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg. Flug­stjóri, flugmaður og sjúkra­flutn­ingamaður voru um borð í vélinni. Flug­stjór­inn og sjúkra­flutn­ingamaður­inn lét­ust og flugmaður­inn slasaðist tölu­vert.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að skýrslan taki undir innri athugun Mýflugs um að ekkert hafi verið athugavert við útbúnað og viðhald vélarinnar eða hvíld flugmanna.  Samkvæmt skýrslunni var vélinni flogið of lágt. Tekin var kröpp beygja sem varð til þess að hún missti meiri hæð og hrapaði. 

Rannsóknarnefndin telur að akstursíþróttakeppni á svæðinu hafi mögulega náð athygli flugstjórans og truflað hann. 

Hér má sjá skýsluna í heild.

Nýjast