Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð

Mynd/Akureyri.is
Mynd/Akureyri.is

Á fundi bæjarstjórnar á Akureyri í gær var rætt um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og eftirfarandi ályktun samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum:

"Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fagnar þeim áherslum sem lagðar eru á málefni sveitarfélaga og samskipti ríkis og sveitarfélaga í nýjum sáttmála ríkisstjórnar. Jafnframt hvetur bæjarstjórn ríkisstjórn og alþingismenn sérstaklega til að fylgja eftir þeim málum sem snúa að Akureyrarbæ og bæjarstjórn hefur ályktað um og kynnt þingmönnum.

Hér er um að ræða raforkuöryggi og raforkuflutninga, framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, eldsneytisjöfnun í millilandaflugi í tengslum við millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða, daggjöld vegna hjúkrunarheimila, öryggisvistun, flughlað á Akureyrarflugvelli sem og Dettifossveg.

Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð og að samningar sveitarfélaga og ríkis um rekstur þjónustuúrræða séu tryggðir til lengri tíma en nú er," segir í bókun. 

Nýjast