Tekjurnar lægri en ráðgert var

„Útgjöld hafa að mestu staðist á árinu, en því er ekki að neita að væntingar okkar um tekjur eru ekki að ganga eftir,“ segir Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs Akureyrar. „Ágúst kom reyndar ágætlega út og auðvitað vonum við að næstu mánuðir verði okkur hagfelldir.“

Allt undir

„Við erum að skoða allar leiðir til sparnaðar og það er hugsanlegt að gripið verði til einhverra aðhaldsaðgerða á næstunni, ég sé þó ekki fyrir mér stórfelldan niðurskurð. Ef til vill verðum við að draga úr einhverri þjónustu, en ég undirstrika að ekkert hefur verið ákveðið enn sem komið er,“ segir Halla Björk.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast