Tekjuhæstu Akureyringarnir
Þeir sem borga tvær milljónir eða meira í útsvar eru að jafnaði með á milli 1200 og 1300 þúsund krónur í mánaðarlaun. Athygli vekur að talsverð breyting hefur orðið á lista yfir 100 tekjuhæstu Akureyringanna og í ár koma einstaklingar sem tengjast sjávarútvegi mjög sterkt inn á meðan ýmsir úr röðum fjármálamanna og lækna hverfa af listanum. Áberandi er eins og áður hversu fáar konur eru á þessum lista. Fimm tekjuhæstu einstaklingarnir á Akureyri tengjast allir sjávarútvegi en þeir eru þessir:
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri með 12.189 þúsund á mánuði
Birkir Hreinsson, stýrimaður með 3.035 þúsund á mánuði
Guðmundur Þ Jónsson, skipstjóri með 2.983 þúsund á mánuði
Stefán Þór Ingvarsson, skipstjóri með 2.533 þúsund á mánuði
Stefán Pétur Hauksson, vélstjóri með 2.383 þúsund á mánuði
Vikudagur birtir lista yfir 115 tekjuhæstu Akureyringana í blaðinu sem kemur út á fimmtudag, þ.e. alla þá sem borga 2 milljónir eða meira í skatt til bæjarins.