20. september, 2011 - 08:54
Fréttir
Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar tekur undir bókun umhverfisnefndar á dögunum, þar sem umhverfisnefnd lýsti yfir miklum áhyggjum með
þann drátt sem orðið hefur á byggingu flokkunarstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands ehf. við Réttarhvamm.
Vonda lykt leggur frá stöðinni, sem veldur miklum ama, auk þess sem mikið drasl og óreiða er á svæðinu, segir í bókun
framkvæmdaráðs.