TEIKN/SIGN
Bára Kristín opnar sýninguna TEIKN/SIGN í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 12.október kl.14. TEIKN/SIGN inniheldur svart hvítar teikningar Báru Kristínar sem eru draumkenndar og hafa yfir sér ævintýrablæ. Bára Kristín er þekkt fyir að semja raftónlist undi nafninu Plasmabell og hefur komið fram á ýmsum tónleikum hér á landi. Bára Kristín fæst einnig við teiknaðar hreifimyndir (animation) en hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands 2013.
Sýning Báru Kristínar stendur til 27.október