Tap og sigur á EM í krullu

Íslenska landsliðið hefur unnið tvo leiki en tapað einum á EM í krullu.
Íslenska landsliðið hefur unnið tvo leiki en tapað einum á EM í krullu.

Landslið Íslands í krullu lék tvo leiki í C-keppni Evrópumótsins í dag. Í býtið í morgun mættu íslenska liðið Serbíu og máttu þola 1-6 tap. Leikmenn Íslands hristu það af sér og sigruðu Tyrki nú síðdegis, 10-4. Liðið leikur tvo leiki á morgun, fyrst gegn Slóvenum kl. 10 að íslenskum tíma og síðan gegn Rúmenum kl. 17.30.

Báðar þessar þjóðir hafa nýlega tekið upp þessa skemmtilegu íþrótt þannig að vonandi sýna íslensku leikmennirnir hvers virði reynslan er og nýta hana gegn þessum þjóðum á morgun. Pólverjar eru efstir í karlaflokki með þrjá sigra, en síðan koma Íslendingar, Tyrkir og Serbar með tvo sigra en íslenska liðið vann það gríska í gær.

Nýjast