Tap hjá KA/Þór í fyrsta leik
KA/Þór hóf leik í N1-deild kvenna í gær er liðið sótti HK heim í Digranesið. Þar höfðu heimamenn betur 30-19 en HK-liðið hefur byrjað deildina af kraft og unnið fyrstu tvo leiki sína sannfærandi. Sem oft áður var það Martha Hermannsdóttir sem var markahæst í liði KA/Þórs með 8 mörk, Ásdís Sigurðardóttir skoraði 5 mörk, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2 mörk og Kolbrá Ingólfsdóttir 1 mark.
Í liði HK var það Arna Björk Almarsdóttir sem var markahæst með 7 mörk, Jóna Sigríður Halldórsdóttir skoraði 6 og Elvar Björg Arnarsdóttir kom henni næst með 4 mörk.
Fyrsti heimaleikur KA/Þórs verður næstkomandi laugardag er liðið tekur á móti FH.