Tap hjá Draupni og Dalvík/Reyni

Draupnir og Dalvík/Reynir töpuðu bæði sínum leikjum í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu sl. föstudag. Draupnir beið afhroð á útivelli gegn Völsungi þar sem lokatölur á Húsavíkurvelli urðu 8-0 sigur Völsungs. 

Dalvík/Reynir sótti Einherja heim á Vopnafjörð þar sem lokatölur á Vopnafjarðarvelli urðu 3-2 sigur Einherja. Mörk Dalvíks/Reynis í leiknum skoruðu þeir Guðmundir Kristinn Kristinsson ( víti ) og Snorri Eldjárn Hauksson. Eftir þrjá leiki situr Dalvík/Reynir í 4. sæti deildarinnar með þrjú stig. Lið Draupnis er hinsvegar án stiga eftir tvo leiki og vermir botnsætið í riðlinum.

Nýjast