Tangókveðja til Kristjáns
Hljómsveitin sem starfaði með Kristjönu að diskinum kemur fram með henni á tónleikunum á laugardagskvöldið kemur. Þar er valinn maður í hverju rúmi eins og gestir í Bergi koma til með að upplifa. Vert er svo að koma því á framfæri að hljómsveitin hefur ákveðið að tekjur hennar af tónleikunum skuli renna í söfnun til stuðnings Kristjáni E. Hjartarsyni á Tjörn. Hljómsveitina skipa Daníel Þorsteinsson (flygill, harmonikka, harmoníum), Hjörleifur Örn Jónsson (marimba og víbrafónn), Emil Þorri Emilsson (slagverk og trommur), Lára Sóley Jóhannsdóttir (fiðla), Páll Barna Szabó (fagott) og Pétur Ingólfsson (kontrabassi).
Miðar á tónleikana í Bergi verða seldir við innganginn og kosta 2.000 kr. Þeir sem vilja styrkja söfnunina enn frekar greiða að lágmarki 5.000 kr. og fá þá aðgang að tónleikunum og geisladiskinn Tangó fyrir lífið. "Við í frumkvæðishópi að söfnuninni erum afar þakklát tónlistarmönnunum fyrir þetta framlag þeirra og góðan hug um leið og við þökkum líka öllum þeim sem lagt hafa málinu lið," segir Jóhann Ólafur Halldórsson, sem sendir tilkynningu f.h. systkina á Jarðbrú.
Reikningsnúmer: 1177-26-2900 |
|