Takmörkuð raforka hamlar atvinnuþróun

Akureyri. Mynd úr safni.
Akureyri. Mynd úr safni.

Ótrygg raforka á Eyjafjarðarsvæðinu hamlar atvinnuþróun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja á svæðinu. Stór framleiðslufyrirtæki á Akureyri hafa þurft að grípa til þess ráðs að nota olíu við framleiðsluna þegar rafmagn hefur verið af skornum skammti. RÚV sagði frá þessu.

Flutningsgeta byggðalínunnar á Norðurlandi er það sama og núverandi álag í Eyjafirði eða 100 megawött. Eins og sakir standa er því ekkert svigrúm fyrir umfram rafmagnsnotkun. Þetta hefur orðið til þess að ýmsar hugmyndir að atvinnuppbyggingu sem krefst orku hafa ekki komist til framkvæmda. Þetta á bæði við um stór fyrirtæki sem og lítil sem áhugi hefur verið fyrir að kæmu til Akureyrar.  

Frétt RÚV má um málið má lesa hér.

Nýjast