Taka út svæði í Glerárgili fyrir Ziplínubrautir

Á myndinni eru Alex Van Riswick frá Hollandi, Jón Heiðar Rúnarsson, Elfa Jónsdóttir sem verður yfirz…
Á myndinni eru Alex Van Riswick frá Hollandi, Jón Heiðar Rúnarsson, Elfa Jónsdóttir sem verður yfirziplínuleiðsögumaður og rekstarstjóri og þá Anita Hafdís Björnsdóttir.

mth@vikubladid.is

Alex Van Riswick frá Hollandi kom sérstaklega til Akureyrar til að taka út svæði fyrir Ziplínur sem til stendur að setja upp við Glerárgil nú síðar í maí. Hann mældi allt svæðið út og myndaði  það með 3D skanna en með það nesti fór hann heim til Hollands þar sem hann mun leggja lokahönd á brautarhönnun ásamt teymi sínu sem í eru m.a. verkfræðingar og arkitekar.

“Hann sendir svo til okkar ákveðið plan og við hefjum undirbúning, en Alex kemur svo aftur til okkar seinnipartinn í maí með allan búnað sem þarf og þá munum við í sameiningu ljúka uppsetningu á línunum,” segir Aníta Hafdís Björnsdóttir sem ásamt Jóni Heiðari Rúnarsyni og segir Aníta Hafdís Björnsdóttir sem ásamt Jóni Heiðari Rúnarsyni og rekstraraðilum ævintýrafyrirtækjanna Zipline Iceland og True Adventure í Vík eiga fyrirtækið sem setur línurnar yfir Glerárgil upp.

Þegar búið er að koma línum upp tekur við þjálfun starfsmanna og fara yfir öll öryggisatriði, en að útttekt lokinni verður opnað. “Við stefnum á að opna um Hvítasunnuhelgina.” Segir Aníta.

Zip

 

 


Athugasemdir

Nýjast