Samkvæmt vefkönnun meðal Þingeyinga, sem vefmiðlarnir 641.is og 640.is stóðu sameiginlega að, eru 89% þátttaenda hlynntir því að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga en einungis 8% eru því mótfallin. Könnun stóð yfir í 7 daga og greiddu 359 lesendur atkvæði. Alls söguðust 317 þátttakendur, eða 89% vera mjög eða frekar hlynntir því að Vaðlaheiðargöng yrðu grafin, en 31 (8%) sögðust vera frekar eða mjög mótfallin því. 11 svöruðu hvorki né. 80% þátttakenda sögðust reikna með því að hætta alveg akstri um Víkurskarðið eftir göng, sumar sem vetur en 20% sögðust ætla að keyra Víkurskarðið áfram eftir göng, nema þegar Víkurskarðið er ófært.
Þegar spurt var um hvort fólk væri tilbúið til þess að borga 1000 króna veggjald fyrir staka ferð í gegnum göngin, sumar sem vetur, sögðust 74% vera tilbúin til þess en 16% kjósenda fannst það og mikið. Þá töldu 59% kjósenda það öruggt að þeir færu oftar til Akureyrar vegna Vaðalheiðarganga en þeir gera í dag, 19% vissu það ekki en 22% reiknuðu ekki með því að fara oftar til Akureyrar vegna ganganna. 81-87% kjósenda töldu að samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga yrðu jákvæð fyrir Þingeyinga, með betra aðgengi að heilsgæslu, menntun og að göngin hefðu jákvæð áhrif á ferðamenn. 88% sögðust hafa þurft að hætta við að fara til Akureyrar, einu sinni eða oftar, vegna þess að Víkurskarðið hafi verið ófært. 76% sögðust hafa orðið verðurtepptir á Akureyri einu sinni eða oftar, 58% sögðust hafa fest bílinn sinn á Víkurskarðinu einu sinni eða oftar og 39% töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess að Víkurskarðið hafi verið ófært.
Þegar svör eftir búsetu eru skoðuð sést að íbúar í Skútustaðahreppi eru allir annað hvort mjög eða frekar hlynntir gerð Vaðalheiðarganga. Enginn íbúi þar greiddi atkvæði gegn göngunum. Íbúar í Þingeyjarsveit eru einnig mjög jákvæðir í garð Vaðlaheiðarganga, en einungis 3 af 98 kjósendum þar voru frekar mótfallnir gerð þeirra. Aðeins einn var mótfallin gerð ganganna af íbúum Norðurþings utan Húsavíkur. Einungis 5 kjósendur úr Tjörneshreppi greiddu atkvæði í könnuninni og var einn af þeim mótfallin, tveir voru ekki vissir en þrír voru þeim hlynntir.
Þegar atkvæði Húsvíkinga eru skoðuð kemur í ljós nokkuð meiri andstaða við göngin á Húsavík heldur en annarsstaðar í Þingeyjarsýslu. 22 (13%) kjósendur sögðust vera frekar eða mjög mótfallnir gerð ganganna af 168 sem kusu í könnuninni frá Húsavík. Nokkuð kemur á óvart að þeir kjósendur sem hafa búsetu utan Þingeyjarsýslu og tóku þátt í könnuninni voru mun hlynntari þeim en ætla mætti. Einungis 4 af 52 sem sögðust búa utan héraðs, voru frekar eða mjög mótfallnir gerð Vaðlaheiðarganga. Þegar svör karla og kvenna eru skoðuð sést að aðeins 6 konur af 138 sem tóku þátt í könnuninni sögðust aldrei hafa fundið fyrir hræðslu þegar þær aka Víkurskarðið, en 132 sögðust hafa fundið fyrir hræðslu a.m.k. einu sinni eða oftar. 45 karlar af 221 sögðust aldrei hafa fundið fyrir hræðslu á leið sinni um Víkurskarð. Á vefnum 641.is ennfremur að þó svo að könnunin sé ekki kannski alveg samkvæmt ströngustu reglum um skoðannakönnun, eins og úthringikannanir hjá t.d. Gallup, þá gefur hún samt nokkuð góða vísbendingu um vilja Þingeyinga, en 641.is er ekki kunnugt um að gerð hafi verið könnun meðal Þingeyinga um Vaðlaheiðargöng áður.