Tæplega 50.000 farþegar með skemmtiferðaskipum sumarsins
Alls voru komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar alls 55 og þar af höfðu þrjú skip einnig viðkomu í Grímsey. Tekjur Hafnasamlags Norðurlands vegna komu skemmtiferðaskipa í sumar námu 74 milljónum króna.
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar 18. maí í vor en það síðasta lagðist að bryggju á Akureyri þann 21. september sl. Með þessum skipum komu tæplega 49.500 farþegar og þar af voru Þjóðverjar fjölmennastir, eða tæplega 21.000 talsins. Í áhöfn þessara skipa voru tæplega 20.800 manns. Þá voru skemmtaferðaskip sumarsins samtals 1.896.300 brúttótonn. Pétur Ólafsson skrifstofustjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir að brúttólestir og farþegafjöldi muni aukast í kringum 35% á næsta ári.