Tæplega 400 börn fæddust á fæðingadeild FSA í fyrra

Jóhannes Þór Jakobsson og María Vilborg Guðbergsdóttir með dætur sínar á fæðingadeild FSA.
Jóhannes Þór Jakobsson og María Vilborg Guðbergsdóttir með dætur sínar á fæðingadeild FSA.

Á síðasta ári voru fæðingar á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akureyri alls 393, þar af fimm tvíburafæðingar og var heildarfjöldi barna því 398. Drengir voru heldur fleiri eða 203 en stúlkur 195. Árið 2010 var metfjöldi fæðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það ár voru fæðingarnar alls 515 og börnin 521 en tvíburafæðingar voru 6 talsins. Eldra metið frá stofnun fæðingardeildar FSA var frá árinu 1990 en það ár voru fæðingarnar 461.

Fyrsta barn ársins 2012 á fæðingadeild FSA, myndarleg stúlka, kom í heiminn um kl. 16.00 á nýjársdag og gekk fæðingin vel. Stúlkan vó 4.370 grömm við fæðingu, eða 17,5 merkur, hún var 54 cm að lengd og er búið að nefna hana Jennýju Láru. Foreldrar hennar eru María Vilborg Guðbergsdóttir og Jóhannes Þór Jakobsson en fyrir áttu þau aðra stúlku, Hildi Rósu, sem verður 2ja ára í apríl. Fjölskyldan flutti til Akureyrar sl. sumar og er búsett í Naustahverfi en María er ættuð úr Svarfaðardal og Jóhannes kemur úr Kópavogi.

 

Nýjast