Menningarhúsið Hof á Akureyri. Mynd: MAk.is
Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um svæðisbundin tækifæri og áskoranir í iðnað á Norðurlandi á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar, kl. 16.00-17.30 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fundarstjóri er Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Dagskrá:
- Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
- Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI
- Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri byggingarsviðs SI – Tækifæri og áskoranir í byggingariðnaði
- Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri Lostætis – Áskoranir í rekstrarumhverfi fyrirtækja sem starfa í iðnaði á landsbyggðinni
- Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri Sæplast Iceland ehf. – Innviðauppbygging og þróun á svæðinu, verkefnin sem bíða
Fundurinn er öllum opinn og ókeypis.