Tækifæri hf. hagnast um rúmlega hálfan milljarð

Á aðalfundi Tækifæris hf. í vikunni kom fram að 555 milljóna króna hagnaður varð af starfsemi félagsins árið 2016, samanborið við 384 milljóna króna hagnað árið áður. Heildareignir félagsins í árslok voru um 1.550 milljónir.

Á fundinum var jafnframt samþykkt að fækka stjórnarmönnum úr fimm í þrjá. Halldór Jóhannsson var kjörinn stjórnarformaður, en aðrir stjórnarmenn eru Sverrir Gestsson og Harpa Samúelsdóttir. Halldór og Harpa eru ný í stjórn félagsins. Úr stjórn fara þau Steingrímur Birgisson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Óðinn Árnason og Erla Björg Guðmundsdóttir.

Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Stærstu eigendur Tækifæris eru KEA svf., Stapi lífeyrissjóður og Íslensk verðbréf.  Íslensk verðbréf sjá um daglegan rekstur félagsins.

 

Nýjast