Myndlistarfélagið opnar samsýningu félagsmanna í sal þess, laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Heiti sýningarinnar er; Uppáhald, og velja félagsmenn uppáhaldsverk eftir sjálfa sig sem þeir sýna. Einnig verður haldið upp á fjögurra ára starfsemi Myndlistarfélagsins auk þess að starfsmaður hefur hafið störf hjá félaginu. Sýningarstjóri er Joris Rademaker. Sýningarsalurinn sem áður hét Box, gengur nú undir nafninu Salurinn. Hann er staðsettur í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er opin í þrjár helgar og lýkur 12. febrúar. Salurinn er opin um helgar frá kl. 13-17 og aðra daga þegar skrifstofan er opin.