Sýning um Grýlu opnar í Laxdalshúsi

Á morgun, laugardaginn 29. nóvember kl. 14.30, opnar sýning um Grýlu í Laxdalshúsi á Akureyri. Það er Þórarinn Blöndal sem hefur unnið sýninguna í samstarfi við Oddeyrarskóla.  

Hafa nemendur 2. 3. 4. og 5. bekkjar (smíðahópar) smíðað Grýlu og hennar hyski undir handleiðslu Brynhildar Kristinsdóttur smíðakennara og myndlistarkonu. Afraksturinn verður hluti af sýningu um Grýlu sem verður í jólamánuðinum í Laxdalshúsi. Ýmiskonar fróðleikur og myndir af henni verða til sýnis og hver veit nema hún verði þarna einhversstaðar í eigin persónu!

Nýjast