Sýning og málþing um Harald Níelsson og Aðalbjörgu Sigurðardóttur

Trúmaður á tímamótum; er yfirskrift á sýningu og málþingi um hjónin Harald Níelsson og Aðalbjörgu Sigurðardóttur í Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 29. ágúst 2009. Tilefnið er að 140 ár eru frá fæðingu Haralds og öld frá útkomu biblíuþýðingar hans.
 

Sýningin verður opnuð kl. 14:00 þennan fyrrnefnda laugardag, og málþingið hefst kl. 14:15, þar sem stjórnandi verður Þórunn Rafnar. Erindi flytja Jónas H. Haralz, Pétur Pétursson prófessor og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir. Umræður verða svo í lokin og málþinginu lýkur kl. 17:00. Kaffiveitingar verða í boði. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma Amtsbókasafnsins út september.

Nýjast