25. febrúar, 2009 - 11:17
Fréttir
Það lifnaði heldur betur yfir bæjarlífinu á Akureyri snemma í morgun, öskudag. Yngstu bæjarbúarnir rifu sig á fætur fyrir allar
aldir, klæddu sig í hina ýmsu búninga, máluðu sig í framan með aðstoð þeirra fullorðnu og héldu út í daginn
í misjafnlega stórum hópum.
Börnin hafa heimsótt fyrirtæki og stofnanir, sungið fyrir starfsfólk og viðskiptavini og fengið að launum sælgæti í poka og sitthvað
fleira. Búningar barnanna eru af öllum gerðum og þá er greinilegt að þau hafa lagt misjafnlega mikið á sig við undirbúning og
söngæfingar.