Svona verður 17. júní á Akureyri

17. júní skrúðganga á Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
17. júní skrúðganga á Akureyri. Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er haldinn hátíðlegur með dagskrá í Lystigarðinum á Akureyri og í miðbæ Akureyrar. Hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 12.45 með ljúfum tónum Lúðrasveitarinnar á Akureyri undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur. Séra Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp. Þennan dag sem aðra fánadaga eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni.

Dagskráin er sem hér segir:

13.00-13.45: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum

Lúðrasveit Akureyrar spilar ættjarðarlög undir stjórn Ellu Völu Ármannsdóttur, Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju flytur hugvekju, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flytur hátíðarávarp og sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar þau Kári Hólmgeirsson og Emilía Björk Jóhannsdóttir lesa ljóð.

 

13.45: Skrúðganga frá Lystigarðinum að Ráðhústorgi. Skátafélagið Klakkur og Lúðrasveit Akureyrar leiða gönguna.

 

14.00-17.00: Ratleikur í boði Skátafélagsins Klakks.

 

14.00-17.00: Skátatívolí í miðbænum.

 

16.30: Sigling með Húna II. Boðssigling fyrir gesti og gangandi frá Torfunefsbryggju (tekur um 45 mínútur).

 

10.00-18.00: Bílasýning í Boganum. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

11.00 og 17.00: Leikhópurinn Lotta í Lystigarðinum. Litaland, spennandi og frumsamið ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð 1.900 krónur. Engar miðapantanir, bara mæta á staðinn og muna að klæða sig eftir veðri.


14.00-16.00: Fjölskyldu- og hátíðardagskrá á Ráðhústorgi

Leikhópurinn Lotta kynnir hátíðardagskrána, Lúðrasveit Akureyrar spilar, ávarp Fjalkonu og ávarp nýstúdents, Kvæðamannafélagið Ríma stígur á stokk, STEPS dancecenter og Parkour hópur sýna dans, Eik og Una Haraldsdætur, Elísa Erlendsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson leika við hvern sinn fingur.

 

20.00-00.00: Kvölddagskrá

Skátakvöldvaka í Skátagilinu, Salt og sítróna, Birkir Blær, Herðubreið, VASSVIK, Stebbi Gunn & Marína Ósk auk Arons Óskars og hljómsveitar, troða upp og skemmta gestum.

 

23.15: Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri verða á Ráðhústorginu

Nýjast